SIBBI &
Tónlistin gefur
Tónleikar heima í stofu
Arney & Sibbi flytja nokkur lög í afmæli
Heima í stofu
Ég mæti og held tónleika inni í stofu hjá þér.
Ég get komið með söngkonu með mér og get sömuleiðis mætt með trommu- og bassaleikara en þar sem trommuleikarinn spilar á Cajun kassatrommu (Ingó Sig spilaði á svona kassatrommu í fyrstu COVID-bylgjunni í „Heima með Helga“), þá verður hávaðinn aldrei þannig að ónæði hljótist af.
Eftir tónleikana getur hafist söngpartý þar sem allir eru með sönghefti og syngja með. „Open mic“ getur farið í gang þar sem auka-míkrófónn er til staðar og áður en gestir vita er söngpartýið búið að breytast í ball inni í stofu.
(Fyrra myndband, nokkur lög tekin heima í stofu)
„Sibbi er æviráðinn í hvíta Gjafar-tjaldið okkar systkina á Þjóðhátíðinni! Við hlökkum til þegar hann kemur með Ingóana (Ingó Sig trommurleikari og - Magg bassaleikari) með sér en þeir komu einu sinni með Sibba í partý í heimahúsi í Reykjavík og þvílíka stuðið! Söngpartýið breyttist í bilað dansiball inni í stofu. Nágrannarnir kvörtuðu ekkert því hávaðinn verður ekki það mikill þar sem áslátturinn er bara á Cajun-kassatrommu.“ - Ragnheiður Guðfinna og Bjarki Guðnabörn